Jón Jónsson 24.07.1742-21.09.1819

Prestur. Stúdent 1767, varð djákni á Möðruvöllum árið eftir en missti prestskaparréttindin 1771 fyrir of bráða barneign með konu sinni. Fékk uppreisn í október sama ár og vígðist 1. maí 1775 aðstoðarprestur sr. Sigurðar Jónssonar í Glæsibæ og fékk það prestakall eftir hann 13. júlí 1784, fékk Myrká 13. júlí 1802 og hélt til æviloka. Hann þótti gáfnatregur og daufur prédikari en söngmaður ágætur, lengst af mjög fátækur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 186.

Staðir

Glæsibæjarkirkja Aukaprestur 01.05.1775 -1784
Glæsibæjarkirkja Prestur 13. júlí 1784-1802
Myrkárkirkja Prestur 13.07.1802-1819

Aukaprestur, djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.04.2017