Björn Jónsson 1710-04.02.1763

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1734, vígður prestur að Miðgörðum 8. maí 1735, fékk Bægisá 20. júlí 1745 og Stærri-Árskóg 1752 og var þar til dauðadags. Hann var mikill aflamaður og starfsamur en biskup taldi hann þó einn bágstaddasta prest í Vaðlaþingi. Hagmæltur og líklega drykkfelldur og varð fyrir sekt vegna drykkjuláta í kaupstað.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 326-27.

Staðir

Miðgarðakirkja Prestur 08.05.1735-1745
Bægisárkirkja Prestur 20.07.1745-1752
Stærri-Árskógskirkja Prestur 1752-1763

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.04.2017