Kristján Jóhannesson 28.08.1992-

Kristján hóf nám við Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2008 og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2013. Kennarar hans voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristján Jóhannsson og Keith Reed. Hann stefnir á framhaldsnám í Vínarborg nú í vetur við Konservatorium Wien, þar sem kennari hans verður Uta Scwabe.

Af sviðshlutverkum Kristjáns má nefna Sprecher og Zweiter Geharnischter Mann í Töfraflautunni, Bartolo í Brúðkaupi Fígaró, titilhlutverkið í Don Pasquale og loks Riccardo í I Puritani, hlutverk sem hann söng með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í byrjun árs 2013. Kristján er meðlimur í fastakór Íslensku óperunnar og hefur sungið með kórnum í óperunum La Boheme og Il Trovatore.

Af vef Íslensku óperunnar (18. mars 2016)

Staðir

Söngskóli Sigurðar Demetz Tónlistarnemandi 2008-2013

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016