Páll Þorleifsson 21.08.1898-19.08.1974

Prestur. Stúdent í Reykjavík 21. júní 1921. Cand. theol frá HÍ 16. júní 1925. Framhaldsnám í Kaupmannahöfn, París og Þýskalandi í sex mánuði. Veittur Skinnastaður 1. október 1926. Prófastur í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi frá 19. maí 1955. Lausn frá embætti 19. júlí 1966 frá 1. september sama ár en þjónaði til 1. október 1966. Settur prestur í Norðfjarðarprestakalli frá 1. nóvember 1967 til 15. júlí 1968. Settur sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykjavík 6. desember 1968 til 15. júní 1969.

Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 329-330

Staðir

Skinnastaðarkirkja Prestur 01.10. 1926-1966
Neskirkja í Neskaupstað Prestur 01.11. 1967-1968
Neskirkja í Reykjavík Prestur 06.12. 1968-1969

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.12.2018