Þórarinn Jónsson 1755-07.08.1816

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1774. Kenndi á Reynistað í þrjú ár, kenndi líka bróður sínum, Benedikt skáldi Gröndal, síðar yfirdómara. Varð djákni á Möðruvöllum 1781 en fékk Myrká 14. apríl 1785, fékk Möðruvelli 9. mars 1799 og Múla 3. mars 1804. Hann var gáfumaður og vel skáldmæltur. Til eru eftir hann sálmur í Leirárgarðasálmabókinni.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 75.

Staðir

Myrkárkirkja Prestur 14.04.1785-1799
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 09.03.1799-1804
Múlakirkja í Aðaldal Prestur 03.03.1804-1816

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2017