<p><strong>Foreldrar:</strong> Árni Pálsson, barnakennari og bóndi í Narfakoti í Innri-Njarðvík, f. 18. apríl 1854 á Rauðsbakka, Austur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu, d. 27. júní 1900, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir, f. 23. júlí 1855 á Arngeirsstöðum, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu, d. 18. okt. 1939.</p>
<p><strong>Námsferill:</strong> Nam fyrst bakaraiðn en fór til Hamborgar í Þýskalandi 1911 til náms í trompetleik; hélt þremur árum síðar til Kaupmannahafnar og lærði þar bakaraiðn og trompetleik en sneri sér brátt að selló námi hjá prófessor Anton Riidinger og lauk prófi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn.</p>
<p><strong>Starfsferill:</strong> Var fyrst hljóðfæraleikari víðs vegar á Norðurlöndum en hélt 1921 til Hamborgar þar sem hann var óslitið í 11 ár og lék á veitingastöðum og í kvikmyndahúsum; réðst sellóleikari á ms. Würtemberg frá Hamborg og fór í langferð með skipinu, m.a. til Suður-Ameríku; lék eftir það í sex ár í hljómsveit Millentor Kino í Hamborg undir stjórn Alberts Klahn; hélt til Íslands 1931 og réðst sem sellóleikari að Ríkisútvarpinu; starfaði í Útvarpshljómsveitinni til 1950; var sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1963.</p>
<p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 251-52. Sögusteinn 2000.</p>
Staðir
Hópar
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum