Helgi Sigurðsson 02.08.1815-13.08.1888

Prestur. Stúdent 1840 frá Bessastaðaskóla1840. Tók 1. og 2. lærdómspróf í Höfn , lærði læknisfræði en tók ekki próf, sagðist ekki hafa heilsu til þess. Stundaði dráttlist o. fl. í listaháskólanum og nam ljósmyndagerð. Kom til Íslands og setti bú að Jörva. Gegndi sýslumannsstörfum um tíma. Fékk Setberg 11. júní 1866, Mela 9. mars 1875 og fékk þar lausn frá prestskap og fluttist á Akranes hvar hann andaðist. Til eru eftir hann mannamyndir, frumkvöðull að stofnun forngripasafns og safnaði og gaf gjafir þangað. Ritfær og eftir hann liggja nokkur ritverk.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 344.

Staðir

Setbergskirkja Prestur 11.06.1852-1875
Melakirkja Prestur 09.03.1875-1883

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.08.2014