Herbert H. Ágústsson (Herbert Hriberschek Ágústsson) 08.08.1926-20.06.2017

<p><strong>Foreldrar:</strong> August Hriberschek, vélfræðingur og lestarstjóri í Austurríki, f. 13. ágúst 1900 í Austurríki, d. 1967, og kona hans Hildegard Sternischa Hriberschek, f. 27. jan. 1909 í Austurríki.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í gagnfræða- og fram­haldsskóla í Graz í Austurríki 1930-1940; stundaði tónlistarnám í Graz 1934-1938 og við Konservatorium í Vín 1938-1945 og lauk prófi í fiðlu-, píanó- og hornleik 1945; stundaði framhaldsnám í hornleik hjá prófessor Freiberg í Tónlistarakadem­íunni í Vín 1946-1948 og í tónsmíðum hjá prófessor Artur Michl og dr. Franz Mixa í Graz.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var fyrsti hornIeikari í Philharmonisches Orchester í Graz 1945-1952 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1952-1995; stundaði kennslu í Keflavík og Reykja­vík 1960-2000; var skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur 1977-1985 og kórstjóri í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík 1958-1985.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 202. Sögusteinn 2000.</p> <blockquote>... „Þegar hann [Wilhelm Lanzky-Otto] fór kom Herbert Hriberchek í staðinn, fyrir atbeina Franz Mixa, sem hélt uppteknum hætti við að senda hingað frábæra tónlistarmenn. Herbert kom frá Graz í Austurríki og ætlaði að taka sér stutt frí frá störfum þar og spila á Íslandi. Það frí stendur ennþá; hann var fyrsti hornleikari hljómsveitarinnar í áratugi, og kennari og skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík auk þess sem hann hefur sinnt tónsmíðum. Nafnið breyttist í Herbert H. Ágústsson..“</blockquote> <p align="right">Úr Morgunbalaðsgrein Ingibjargar Eyþórsdóttur Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld Grein III: Breytt heimsmynd í kjölfar velmegunar.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Skólastjóri 1978-1985
Nýi tónlistarskólinn Tónlistarkennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Hornleikari 1952 1995

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 28.06.2017