Gísli Helgason 05.04.1952-

<p>Gísli byrjaði að spila á blokkflautu hjá Oddgeiri Kristjánssyni í Vestmannaeyjum árið 1962. Hann og tvíburabróðir hans Arnþór Helgason spiluðu mikið saman en Gísli segir þá hafa verið hálfgerðar barnastjörnur. Hann segist ekki óska neinu barni þau örlög, a.m.k. ekki fyrir þau sem kjósi sér helst að fá stundum bara að vera í friði og gera hluti með sjálfum sér. Þeir bræður héldu mikið af tónleikum og tvö sumur í röð ferðuðust þeir um landið og héldu hvorki meira né minna en 130 tónleika. Þeir fóru í tóneikaferðalögin til að safna fé fyrir sjóð sem kallaðist Hjálparsjóður æskufólks og vann að því að hjálpa börnum og unglingum sem bjuggu við erfiðar heimilsaðstæður.</p> <p>Gísli hefur spilað á fleiri hljóðfæri en blokkflautu en á tímabili þegar hann var krakki þótti ekki svo flott að spila á blokkflautu og lærði hann því og spilaði á klarinett í nokkur ár. Á menntaskólaárunum spilaði hann svo í hljómsveit með bróður sínum Arnþóri og Gunnari Kr. Guðmundssyni og í þeirri hljómsveit spilaði hann á trommur. Einnig hefur hann skemmt sér í gegnum tíðina við að spila á munnhörpu og sungið hefur hann líka...</p> <p align="right">Af vef Öryrkjabandalags Íslands 16. desember 2013.</p>

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hálft í hvoru 1981

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

2 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
31.03.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Helgi Ólafsson kynnir Bergþóru Árnadóttur og Gísla Helgason sem spila og syng Helgi Ólafsson , Gísli Helgason og Bergþóra Árnadóttir 42032
31.03.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Bergþóra Árnadóttir syngur og Gísli Helgason leikur á flautu. Sum lögin eru v Gísli Helgason og Bergþóra Árnadóttir 42034

Tengt efni á öðrum vefjum

Blokkflautuleikari , lagahöfundur og nemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.02.2016