Sveinbjörn Hallgrímsson 25.09.1815-01.01.1863

Prestur. Stúdent 1834 frá Bessastaðaskóla. Kenndi næstu fimm vetur en vígðist 9. október 1842 aðstoðarprestur að Kálfatjörn, var millibilsprestur í Reykjavík í utanför Helga biskups Thordarsen, missti prestskap fyrir of bráða barneign með konu þeirri en hann kvæntist. Var ritstjóri Þjóðólfs 1848-1852, Ingólfs 1853-55. Varð aðstoðarprestur sr. Hallgríms á Hrafnagili 1855, fékk Glæsibæ 15. maí 1860 og hélt til æviloka.Var 2. þjóðfundarfulltrúi Borgfirðinga 1851. Hafði liprar gáfur og lipurt orðfæri, tók mikinn þátt í stjórnmálum. Eftir hann liggur mikið af titverkum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 363-64.

Staðir

Kálfatjarnarkirkja Aukaprestur 09.10.1842-
Hrafnagilskirkja Aukaprestur 06.1855-1860
Glæsibæjarkirkja Prestur 15.05.1860-1863

Aukaprestur, prestur og ritstjóri
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.05.2017