Þórir Roff (Þórir Pálsson Roff) 15.03.1940-03.09.2016

Þórir var sonur Steinunnar Sighvatsdóttur (11.12. 1916-2001) og Páls Jakobs Daníelssonar (16.11. 1915-2000) bæði fædd í Reykjavík . Hann var ættleiddur af manni Steinunnar, Stanley Roff (19.12. 1921-1969) í Brooklyn, New York.

Þórir ólst upp til 9 ára aldurs á heimili ömmu sinnar, Þóru Sveinbjarnardóttur, á Bergstaðastræti 43, Reykjavík, en þá flutti hann til Brooklyn, NY, með móður sinni og stjúpa og var þar til 13 ára aldurs.

Eftir gagnfræðaskóla vann Þórir við ýmis störf, en aðallega sem trommari með danshljómsveitum. 20 ára fór hann aftur til Bandaríkjanna og gekk í sjóherinn og var í honum í fjögur ár. Eftir stutta dvöl á Íslandi flutti hann til Kaliforníu þar sem hann bjó í 40 ár og vann við tekníska sölumennsku þar til hann fluttist alfarið heim til Íslands 2006. Síðustu árin vann Þórir í hlutastarfi hjá IBH.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 12. september 2016, bls. 18

Þóri bregður fyrst fyrir á timarit.is í dansleikjaauglýsingu frá Þórscafe 17. mars 1957. Réttum mánuði síðar slær Vísir upp frétt á forsíðu um 17 ára pilt sem sigrað hafi í dægurlagakeppni með sitt fyrsta lag „Ljúfa vina“ og hafði stráksi einnig samið textann. Félag íslenskra dægurlagahöfunda stóð að keppninni sem þarni fór fram í fyrsta sinn í Þórkaffi. Verðlaun voru fyrirheit Fálkans um að lagið yrði gefið út á plötu. Þórir þakkaði gengi lagsins Sigrúnu Jónsdóttur og Ragnari Bjarnasyni sem sungu við undirleik KK-sextettsins. Vonaðist hann til að sömu aðilar myndu hljóðrita lagið. Fleiri bæjarblöð slógu fréttinni upp ...

Þá má nefna að hann trommaði með Beach Boys cover hljómsveit í Cupertion Kaliforníu sem hét The Toads. Hann stal alltaf senunni þegar hann söng „DO You Wanna Dance“ (Beach boys 1965) enda með mjög ljúfa tenórrödd.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Orion-kvintett Trommuleikari 1957

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og trommuleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.09.2016