Vigfús Benediktsson 1731-15.02.1822

Varð stúdent frá Skálholtsskóla 1754. Missti rétt til prestsþjónustu fyrir barneignabrot en fékk uppreisn vegna þess 6. febrúar 1756. Lagt fyrir hann að gerast prestur í Stað í Aðalvík 13.10. 1757 og vígður þangað 23. sama mánaðar. Átti þar í erjum við sum sóknarbörn sín. Fékk EInholt 20. júlí 1775 og Kálfafellsstað 13. febrúar 1787. Lét af prestskap 1802 og andaðist að Hnausum í Meðallandi. Skáldmæltur en þótti mikill fyrir sér og varð þjóðsagnapersóna.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ V bindi, bls. 44.

Staðir

Staðarkirkja í Aðalvík Prestur 13.10. 1757-1775
Einholtskirkja Prestur 20.07. 1775-1787
Kálfafellskirkja Prestur 13.02. 1787-1802

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2013