Hjörtur Þórarinsson 10.02.1927-

<blockquote>... Samhliða starfi sínu alla tíð og einnig eftir hefðbundin starfslok hefur faðir minn sinnt félagsmálum af mikilli atorku og áhuga og er ekki hægt að nefna nema sumt af því hér. Hann var einn stofnenda Tónlistarfélags Árnesinga 1955 og Tónlistarfélags Borgarfjarðar 1966 og hefur staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum á vegum þessara félaga ásamt því að syngja sjálfur í flestum þeim kirkjukórum sem hann hefur verið nálægt. Hann stofnaði og var forseti Kiwanisklúbbsins Jökla í Borgarfirði 1972 og er nú félagi í Kiwanisklúbbnum Búrfelli á Selfossi. Skólaáhugi hans dvínaði ekki þótt hann hætti kennslu og var hann formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands 1981-1994 og síðar formaður Hollvarðasamtaka sama skóla frá 2002. Frá 1999 hefur faðir minn verið formaður Félags eldri borgara á Selfossi og dustaði svo rykið af íþróttakennaramenntun sinni þegar hann gekk til liðs við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra og hefur á þess vegum ferðast um landið og kynnt íþróttir, leiki og heilsurækt fyrir eldri borgara. Ferðalög og náttúra landsins hefur heillað föður minn alla tíð og rúmlega sjötugur skellti hann sér í nám að nýju og lauk ferðaleiðsöguprófi og hefur síðastliðin ár verið leiðsögumaður fyrir ýmsa hópa um Suðurland. Áhugi hans á sögu og náttúru Íslands átti þátt í að hann kynnti sér lífshlaup og dvalarstaði Fjalla-Eyvindar og Höllu konu hans og hefur hann staðið fyrir því að þeir staðir hafa verið merktir. <br><br> Eftir föður minn liggja ótal ljóð og lausavísur. Ekkert tilefni telur hann of ómerkilegt fyrir vísnagerð og hefur sú iðkun hans glatt marga gegnum árin. Hann er eftirsóttur ræðumaður og flytur oft ræður að miklu leyti í bundnu máli. Einnig hefur hann sinnt ritstörfum, hefur verið ritstjóri Umhverfisins, blaðs Kiwanismanna á Suðurlandi og birt greinar í ýmsum ritum...</blockquote> <p align="right">Sigrún Hjratardóttir. Úr afmælisgrein í Morgunblaðinu 10. ferbrúar 2007, bls. 51 </p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.10.2019