Reynir Sigurðsson 20.01.1939-

<p><strong>Foreldrar</strong>: Sigurður Jakobsson, trésmiður, síðar bifreiðasmiður í Reykjavík, f. í september 1910 á Snotrunesi í Borgarfirði eystra, d. 23. mars 1944, og k. h. Kristin Guðrún Borghildur Bogadóttir Thorarensen, f. 16. ágúst 1911 í Hvammsdal, Saurbæjarhreppi, Dalaslýslu.</p> <p><strong>Námsferill</strong>: Gekk í Laugarnesskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 1956-1957; stundaði nám við Barnamúsíkskólann í Reykjavík 1947-1948; lauk prófi í tónmennt frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1965 og lagði stund á slagverksnám hjá Birni Liljequist í Stokkhólmi 1968-1969.</p> <p><strong>Starfsferill</strong>:</p> <ul> <li>1955-1956 - lék í unglingahljómsveitum með Guðmundi Ingólfssyni o.fl.</li> <li>1957-1958 - víbrafónleikari í hljómsveit Edvvins Kaaber</li> <li>1958-1959 - víbrafónleikari í hljómsveit Andrésar Ingólfssonar</li> <li>1959-1960 - lék með eigin tríói í Silfurtunglinu í Reykjavík</li> <li>1960-1961 - bassaleikari í hljómsveit José Riba og hljómsveit Jóns Pálssonar</li> <li>1962-1963 - víbrafónleikari með Gunnari Ormslev</li> <li>1963-1964 - víbrafón- og harmóníkuleikari með Hauki Morthens</li> <li>1964-1965 - bassa- og víbrafónleikari í hljómsveit Svavars Gests</li> <li>1965-1972 - starfrækti eigin hljómsveitir</li> <li>1969-1990 - slagverksleikari í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu</li> <li>1959-1969 - lausráðinn slagverksleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands</li> <li>1969-? - fastráðinn slagverksleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands</li> </ul> <p>Reynir hefur kennt slagverk, harmonikuleik og samspil í Reykjavík frá 1972; var tónmenntakennari við Álftamýrarskóla í Reykjavík 1964-1972 (að undanskildum árunum 1968-1969); tónmenntakennari í Stokkhólmi 1968-1969; slagverkskennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1972-1980; slagverks- og samspilskennari við Tónlistarskóla FÍH 1980-1995, við Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1988; hefur kennt á slagverk, harmoniku og samspil við Tónmenntaskóla Reykjavíkur frá 1994; hélt námskeið fyrir íslenska tónmenntakennara, Suðræn sveifla í tónmenntastofunni, 1998 og námskeið fyrir tónlistarkennara í notkun slaghljóðfæra 2000.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Gunnars Ormslev Víbrafónleikari
Hljómsveit Hauks Morthens Harmonikuleikari og Víbrafónleikari 1963 1964
Sinfóníuhljómsveit Íslands Slagverksleikari 1959

Skjöl

Reynir Sig Mynd/jpg
Reynir Sigurðsson Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , harmonikukennari , harmonikuleikari , píanóleikari , slagverkskennari , slagverksleikari , tónmenntakennari og víbrafónleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2016