Elfa Rún Kristinsdóttir 13.01.1985-

<p>Elfa Rún Kristinsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Freiburg í Þýskalandi í febrúar 2007 þar sem hún lærði hjá Rainer Kussmaul prófessor og í mars síðastliðnum hóf hún nám undir handleiðslu Carolin Widmann prófessor í einleikaradeild Tónlistarháskólans í Leipzig.</p> <p>Hún hefur leikið einleik bæði heima og erlendis með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands, Royal Chamber Orchestra Tokyo í Japan og Akademisches Orchester Freiburg í Þýskalandi. Hún er stofnmeðlimur Kammersveitarinnar Ísafoldar og hefur leikið með Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín frá árinu 2006. Elfa Rún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach fiðlukeppninni í Leipzig árið 2006 og það ár hlaut hún einnig hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins Pro Europa í Baden Baden og var valin bjartasta von Íslensku Tónlistarverðlaunanna.</p> <p>Í ár mun Elfa Rún koma fram sem einleikari og með kammerhópum í Sviss, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi og Ameríku. Einnig er væntanlegur geisladiskur með fiðlukonsertum eftir J.S. Bach í flutningi hennar og Solistenensemble Kaleidoskop.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 4. ágúst 2009.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.10.2013