Jón Brynjólfsson 1735 um-15.12.1800

Prestur. Stúdent 1755 frá Skálholti. Varð djákni að Skriðuklaustri 17. júlí 1758, fékk Hjaltastaði 26. nóvember 1760 og Skeggjastaði 13. maí 1768 og flosnaði upp þar 1775 vegna harðinda. Kom börnum sínum fyrir eystra en fór sjálfur í Skálholt. Biskup sendi hann til baka í prestakall hans og sagði hann þá af sér 9. febrúar 1776. Settur prestur í Landsþingum veturinn 1776 - 77. Fékk Mjóafjörð 17. apríl 1780 og komst á vergang veturinn 1785 . Fékk Eiða 11. júní 1785 og beiddist lausnar þar 9. febrúar 1800 en stiftamtmaður neitaði honum um lausn fyrr en í fardögum 1801. Átakanlegt er að lesa um bág ævikjör hans og Hannes biskup Finnsson kallar hann aumasta prest á Íslandi og vesælasta prest í heimil.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 81-82.

Staðir

Skeggjastaðakirkja Prestur 13.05.1768-1775
Eiðakirkja Prestur 1785-1801
Hjaltastaðakirkja Prestur 26.10.1760-1768
Brekkukirkja Mjóafirði Prestur 17.04.1780-1785

Djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.05.2018