Guðmar Arnar Ragnarsson (Addi á Sandi) 22.09.1933-12.04.2021

Guðmar Arn­ar Ragn­ars­son (Addi á Sandi) fædd­ist á Sandi (áður nefnd­ur Bakki) í Hjalt­astaðaþing­há 22. sept­em­ber 1933. Hann lést á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöðum 12. apríl sl. Guðmar var son­ur hjón­anna Ragn­ars Ágústs Geir­munds­son­ar, f. 28.8. 1898, d. 2. nóv­em­ber 1980, og Þór­höllu Jakobínu Jó­hann­es­dótt­ur, f. 8.10. 1908, d. 8. sept­em­ber 1996, sem voru bænd­ur á Sandi. Guðmar ólst upp við öll al­menn sveita­störf þess tíma, sótti far­skóla á barns­aldri. Hann fór ung­ur að vinna fyr­ir sér og kom víða við, var í vega­gerð, vann á Kefla­vík­ur­velli, fór á vertíð bæði til Hafn­ar­fjarðar og Vest­manna­eyja, var við jarðvinnslu hjá Rækt­un­ar­sam­bandi Aust­ur­lands, einnig vann hann við bygg­ingu Gríms­ár­virkj­un­ar og á Verk­stæði Steinþórs Ei­ríks­son­ar svo eitt­hvað sé nefnt. Hann var síðan mjólk­ur­bíl­stjóri í Hjalt­astaða- og Eiðaþing­há 1961-73, hóf bú­skap á Hóli þar sem afi hans og föður­bræður höfðu áður búið og var þar sauðfjár­bóndi 1971-2002, sam­hliða bú­skapn­um starfaði hann hjá Land­græðslu rík­is­ins við upp­græðslu og melslátt á Héraðssönd­um. Heimild: Morgunblaðið 23. apríl 2021.

Viðtöl


Ekki skráð

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 28.04.2021