Pétur Þ. Maack (P. Þorsteinn Viggósson M.) 14.03.1950-

Prestur. Stúdent frá MR 1970. Cand. theol. frá HÍ 27. september 1976. Námskeið fyrir starfsfólk á neyðarsvæðum og í sálgæslu alkóhólista, í stjórnun og rekstri hilbrigðisstofnana við Endurmenntunarstofnun HÍ. Ráðinn prestur SÁÁ 1981-88 og vígður 13. desember 1981. Var tengdur Langholtskirkju og leysti þar af 1985 og 1987 í alls 6 mánuði. Er hann því skráður prestur við Langholtskirkju sem annars er ekki gert við afleysingamenn.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 722-23

Staðir

Langholtskirkja Aukaprestur 1981-1988

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.03.2019