Geir Jónsson Bachmann 17.04.1804-29.08.1886

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1827 með meðalvitnisburði. Náði ekki inntökuprófi í Hafnarháskóla en lagði þó stund á guðfræði. Varð kennari í Keflavík 1832 og fékk Stað í Grindavík 25. júlí 1835, Hjarðarholt 1850, Miklaholt 14. desember 1854 og fékk þar lausn frá prestskap 22. nóvember 1882. Fluttist þá á Akranes og andaðist þar. Söngmaður ágætur og hagmæltur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 30. </p>

Staðir

Staðarkirkja í Grindavík Prestur 25.07.1835-1850
Hjarðarholtskirkja Prestur 1850-1854
Miklaholtskirkja Prestur 14.12.1854-1881

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 15.07.2014