Sigfús Sigurðsson 1731-13.07.1816

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1746. Fékk uppreisn 1756 vegna barneignar með konu þeirri er síðar varð kona hans. Fékk Ríp 4. maí 1759 og Fell í Sléttuhlíð 11. maí 1769 og lét þar af prestskap 1796. Mjög fátækur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 197.

Staðir

Rípurkirkja Prestur 04.05.1759-1769
Fellskirkja Prestur 11.05.1769-1796

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.02.2017