Sigurður Jónsson -27.10.1781

Prestur fæddur líklega 1729. Stúdent frá Skálholtsskóla 1751, varð djákni að Þykkvabæjarklaustri 1752, fékk Gufudal 1754 og sagði af sér 1756 og gerðist aðstoðarprestur að Holti í Önundarfirði , fékk Ögurþing 1763 og hélt til æviloka. Talinn sæmilegur prestur, stilltur vel og afburðamaður að afli, var jafnan mjög fátækur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 262-63.

Staðir

Gufudalskirkja Prestur 1754-1756
Holtskirkja Aukaprestur 1756-1761
Ögurkirkja Prestur 1763-1781

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2015