Loftur Skaftason -1629

Prestur. Hefur líklega lært í Skálholti og var skráður í háskólann í Rostoc í júlí 1597. Hann kom til landsins árið 1600. Varð aðstoðarprestur í Görðum á Álftanesi skömmu síðar. Fékk Miklaholt líklega 1608 eða 9 og með vissu er hann þar 1610. Um 1619 eignaðist hann barn milli kvenna en fékk jafnharðan uppreisn og fékk Setberg 1621 og hélt til æviloka.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 398.

Staðir

Garðakirkja Aukaprestur 17.öld-17.öld
Miklaholtskirkja Prestur 17.öld-17.öld
Setbergskirkja Prestur 1621-1629

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.03.2015