Ástríður Melsted 1825-1897

Helsti kennarinn í píanóleik lengi eftir miðja 19. öldina var kona, frú Ástríður Melsted, kona Sigurðar prestaskólakennara Melsteds. Hún var fædd 1825, dóttir Helga biskups Thordersens og konu hans, Ragnheiðar Stefánsdóttur Stephensens. Astríður var fyrsti píanókennari Sveinbjörns tónskálds Sveinbjörnssonar og kenndi einnig systkinum hans á píanó sem þangað kom á heimilið vorið 1855. Það var meðal fyrstu hljóðfæra þeirrar tegundar í eigu íslendinga. Pétur Guðjónsson, sjálfur höfuðfrömuður tónlistar á landinu eignaðist ekki píanó fyrr en á því sama ári. Þau Sveinbjörn og Ástríður voru fjórmenningar að skyldleika. Ástríður andaðist 1897 og hafði þá verið ekkja í tvö ár.

Íslenzkar konur í tónlist. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 4.


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014