Páll Rósinkranz (Páll Rósinkrans Óskarsson) 18.01.1974-

<p>Páll sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe, þar sem hann þótti hafa einstaka sönghæfileika. Með þeirri sveit söng hann inn á þrjár plötur á árunum 1992 til 1994. Þegar hún lagði svo upp laupana um tíma árið 1996 snéri Páll sér að sólóferlinum.</p> <p>Sama ár og Jet Black Joe hætti kom út hans fyrsta sólóplata I Believe in You. Páll söng og tók þátt í ýmsum tónlistarverkefnum næstu árin. Það var ekki fyrr en árið 2000 að hann sendi frá sér nýja plötu sem hlaut heitið No turning back, þar sem Páll flytur þekktar erlendar ballöður. Árið eftir kom svo platan Your song með samskonar efnisvali. Báðum plötunum var vel tekið og þóttu styrkja stöðu hans sem sólista, fengu frábæra dóma bæði gagnrýnenda og almennings og fór sala þeirra yfir 15.000 eintök, sem þykir gott á þeim litla markaði sem Ísland er. 2002 kom platan Nobody knows út.</p> <p align="right">Bárður Örn Bárðarson. Tónlist.is (12. febrúar 2016)</p> <p>- - - - -</p> <p>Páll Rósinkranz was born in 1974. He started his career as lead singer in the highly successful band Jet Black Joe where he participated in three albums between 1992 and 1994. He strarted a solo career in 1996. The same year that Jet Black Joe parted ways he released his first solo album, I Believe in You. In 2000 he released a new solo album, No turning back. A year later he released another album, Your song. Both albums sold well and got positive reviews from critics and fans alike. In 2002, a year later, he released another album, Nobody knows. In 2004 he released a new solo album, Páll Rósinkranz. 25 Ár include his most popular songs from his 25 years as a musician.</p> <p align="right">ShopIcelandic.com – October 2014</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Jet Black Joe Söngvari 1991 1996
Jet Black Joe Söngvari 2001

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2016