Kristján Jóhannsson 08.05.1737-22.08.1806

Prestur. Stúdent 1755 frá Hólaskóla. Þurfti að endurtaka stúdentsprófið vegna formgalla og gerði það 1757 með góðum vitnisburði. Varð næst djákni á Hólum. Fórr til Hafnar og tók þar guðfræðipróf. Vígðist aðstoðarprestur föður síns á Mælifelli Skag. 1764-1766. Prestur í Stafholti frá 29. ágúst 1766 til dauðadags. Prófastur í Mýrarprófastsdæmi frá 1790. Hann var vel gefinn, kennimaður góður sem og söngmaður, gestrisinn en undarlegur í geði og stundum óviðfelldinn, drykkjumaður mikill og þá drambsamur. Hann var líka skáldmæltur og liggja eftir hann nokkrir sálmar.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 375.

Staðir

Stafholtskirkja Prestur 1766-1806
Mælifellskirkja Aukaprestur 27.05. 1764-1766

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.01.2017