Jónas Árnason 28.05.1923-05.04.1998

<p>Jónas Árnason, rithöfundur og alþm., fæddist á Vopnafirði 28.5. 1923 en ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Árni Jónsson frá Múla, alþm. og rit- stjóri, og k.h., Ragnhildur Jón- asdóttir húsfreyja.</p> <p>Árni var sonur Jóns, alþm. í Múla í Aðaldal, bróður Sigríðar, langömmu Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. Jón var af Harðabónda- ætt og Skútustaðaætt, en Valgerður, kona hans, var dóttir Jóns, þjóðfundarm. í Lundarbrekku, sonar Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættar.</p> <p>Móðurbróðir Jónasar var Helgi frá Brennu.</p> <p>Meðal systkina Jónasar var Jón Múli, útvarpsmaður, djasssérfræð- ingur og tónskáld.</p> <p>Kona Jónasar var Guðrún, dóttir Jóns Bjarnasonar, héraðslæknis á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, og Önnu Kristínar Þorgrímsdóttur húsfreyju og eignuðust þau Jónas og Guðrún fimm börn.</p> <p>Jónas lauk stúdentsprófi frá MR 1942 og var við nám við HÍ og í Bandaríkjunum. Hann var blaða- maður við Fálkann og Þjóðviljann, ritstjóri Landnemans og sjómaður 1953-54. Hann var kennari í Nes- kaupstað, í Flensborg og í Reykholti 1953-65 og alþm. 1949-53 og 1967-79.</p> <p>Jónas var lipur og skemmtilegur penni og stórkostlegur söngtextahöfundur. Hann gerði texta við lög Jóns, bróður síns, sem hvor tveggja er að finna í hinum klassísku söngleikjum þeirra.</p> <p>Jónas sendi frá sér eftirtaldar bækur og leikrit: Fólk 1954; Sjór og menn 1956; Fuglinn sigursæli 1957; Veturnóttakyrrur 1957; Deleríum Búbónis (ásamt Jóni Múla) 1961, leikrit; Tekið í blökkina 1961; Sprengjan og pyngjan 1962; Syndin er lævís og lipur, ævisaga Jóns Sig- urðssonar kadetts, 1962; Undir fönn 1963; Járnhausinn, leikrit, 1965; Þið munið hann Jörund, leikrit, 1970; Skjaldhamrar, leikrit, 1975; Valmúinn springur út á nóttunni, leikrit, 1978; og Halelúja 1981. Þá kom út viðtalsbók við hann sem Rúnar Ármann Arthúrsson tók saman 1986.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 28. maí 2016, bls. 43</p>

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1942
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Alþingismaður , blaðamaður , háskólanemi , kennari , nemandi , ritstjóri , sjómaður og textahöfundur

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.05.2016