Stefán Hilmarsson 26.06.1966-

<p>Sniglabandið, Sálinni hans Jóns míns (1988-), Pláhnetan, Straumar, 2falda beatið, Milljónamæringarnir, Bjargvætturinn Laufey og Bóas</p> <p>Stefán hefur starfað að tónlist meira eða minna frá árinu 1986, sama ár og hann útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum. Í fyrstu söng hann með hljómsveitinni Sniglabandinu en síðar aðallega með Sálinni hans Jóns míns, sem stofnuð var vorið 1988 og hefur starfað með nokkrum hléum síðan.</p> <p>Aðrar hljómsveitir sem Stefán hefur starfað með eru m.a.: Pláhnetan, Straumar, 2falda beatið, Milljónamæringarnir, Bjargvætturinn Laufey og Bóas. Hann hefur frá fyrstu tíð mjög látið að sér kveða sem höfundur, en fyrsta skráða verk hans kom út árið 1986. Stefán hefur sungið fjölda laga inná hljómplötur og geisladiska, jafnt eftir sig sem aðra. Flest lög hefur hann þó hljóðritað með Sálinni hans Jóns míns, sem sent hefur frá sér alls tíu breiðskífur.</p> <p>Stefán hefur einnig sent frá sér þrjár sóló-plötur. Óhætt er að segja að hann sé í hópi afkastameiri höfunda og flytjenda á tíunda áratugi 20. aldarinnar, en skráð verk eftir Stefán hjá STEFi eru um 180 talsins. Jafnframt því að semja fyrir sig og sínar sveitir hefur hann samið nokkuð fyrir aðra flytjendur, svo sem Stjórnina, Milljónamæringana, Bjarna Arason, Eyjólf Kristjánsson, Sigríði Beinteinsdóttur og Björgvin Halldórsson. Árið 1995 tók Stefán þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á rokkóperunni „Súperstar“, hvar hann fór með hlutverk Júdasar Ískaríots. Þá hefur hann nokkrum sinnum komið við sögu lokakeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, ýmist sem flytjandi eða höfundur. Jafnhliða tónlistarstörfum hefur Stefán fengist við þýðingar fyrir kvikmyndir og sjónvarp, grafíska tölvuvinnslu og vefsíðugerð. Hann hefur um nokkurra ára skeið tekið virkan þátt í starfi Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) og setið í stjórn félagsins frá árinu 1995.</p> <p>Stefán hefur hlotið nokkrar viðurkenningar og músík-medalíur, ýmist einn og sér eða með Sálinni hans Jóns míns. Einnig má geta þess að hann varð Íslandsmeistari með 5. flokki Vals í knattspyrnu árið 1978, sem og Reykjavíkurmeistari með 4. flokki Vals í handknattleik árið 1981.</p> <p align="right">Tónlist.is [2013].</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Milljónamæringarnir Söngvari 1996-02
Sálinni hans Jóns míns Söngvari 1988-02

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.02.2016