Eyjólfur Kristjánsson (Eyfi) 17.04.1961-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Guðný Eyjólfsdóttir (f. 27. október 1925 d. 4. ágúst 1992) og Kristján Björn Þorvaldsson (f. 30. maí 1921, d. 11. ágúst 2003).</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Grunnskólapróf frá Vogaskóla 1977; hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en lauk því ekki. Stundaði nám í klassískum píanóleik við Tónlistarskóla FÍH 1982-85.</p> <p>Eyjólfur til liðs við Vísnavini 1980, en það var hópur áhugafólks um vísna- og þjóðlagatónlist sem starfaði af nokkrum krafti seinni hluta áttunda áratugarins og fram á þann níunda. Í þeim hópi voru m.a. þeir Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson, en þann síðarnefnda hafði Eyjólfur þekkt frá barnæsku og gengu þeir saman í Vogaskóla.</p> <p>Fljótlega ákváðu þeir þremenningar að stofna Texastríóið, en í því tríói fékk Eyjólfur fyrst nasasjón af því að spila reglulega opinberlega og fá jafnvel greitt fyrir það. Segja má að þarna hafi örlög hans ráðist, því upp frá þessu hefur hann haft tónlist að lifibrauði. Þeir Texas-félagar gengu síðan ásamt fleiri Vísnavinum til liðs við þjóðlagasveitina Hálft í hvoru og lék Eyjólfur með þeirri sveit til ársins 1986. Þá söðlaði hann um, hlýddi kalli Rokkgyðjunnar og gekk til liðs við Jón Ólafsson og félaga hans í Bítlavinafélaginu. Það félag starfaði við miklar vinsældir til ársins 1990. Með þeirri sveit öðlaðist hann mikla reynslu, jafnt sem flytjandi á sviði sem og við vinnu í hljóðverum.</p> <p>Frá árinu 1988 hefur Eyjólfur sent frá sér þrjár sóló-plötur: Dagar (1988), Satt &amp; logið (1991) og MM (2000). Í gegnum tíðina hefur Eyfi tekið þátt í fjölmörgum tónlistarsýningum og sungið inná fjöldann allan af plötum fyrir aðra, s.s. Gunnar Þórðarsson, Björgvin Halldórsson, Gísla Helgason, Geirmund Valtýsson og Ómar Ragnarsson. Að auki er Eyjólfur einn af reyndustu bakröddasöngvurum landsins, og er eftirsóttur sem útsetjari á því sviði.</p> <p>Eyjólfur hefur frá fyrstu tíð látið að sér kveða sem lagahöfundur, jafnt fyrir sig og sínar sveitir, sem og aðra flytjendur. Segja má að hann sé margverðlaunaður á því sviði, því lög eftir hann hafa m.a. sigrað í keppninni Landslagið (Álfheiður Björk, 1990), og í Íslandskeppni Eurovision (Nína, 1991). Síðarnefnda lagið flutti hann ásamt Stefáni Hilmarssyni, en þeir hafa starfað nokkuð saman upp frá því og leikið víða. Eyfi hefur átt fleiri lög í forkeppni Eurovision, m.a. í þeirri fyrstu (1986), en þá söng Björgvin Halldórsson lag hans við texta Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar, Ég lifi í draumi. Aðalsteinn og Eyjólfur hafa átt langt samstarf (allt frá Vísnavina-árunum), og eru ófá lög Eyjólfs samin við ljóð Aðalsteins. Í seinni tíð hefur Eyfi þó sótt nokkuð í sig veðrið hvað varðar textasmíðar, og á plötunni MM, semur hann meirihluta textanna sjálfur.</p> <p>Eyjólfur kemur reglulega fram opinberlega, ýmist einn með kassagítarinn, eða með hljómsveit sinni Hálft í hvoru, sem reyndar hefur tekið verulegum stakkaskiptum. Eftir að hafa legið í dvala um árabil var hún endurvakin fyrir nokkrum árum og hefur vísnatónlistin nú vikið fyrir rokk- og popptónlist, og gerir sveitin jafnan víðreist og leikur af miklum móð við ýmis tækifæri.</p> <p align="right">Tónlist.is 27. janúar 2014.</p>

Staðir

Vogaskóli Nemandi -1977
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 1982-1985

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Bítlavinafélagið Söngvari 1986-01
Hálft í hvoru Söngvari og Gítarleikari 1981

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari , lagahöfundur , nemandi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.02.2016