Elmar Þór Gilbertsson 27.01.1978-

<p>Elmar Gilbertsson útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Eftir það lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann lagði stund á mastersnám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Haag. Kennarar hans þar voru Jón Þorsteinsson og Peter Nilson. Eftir námið var Elmar tekin inn í Óperustúdíó Hollensku óperunnar þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann fékk fastráðningu og síðar gestaráðningu hjá óperunni í borginni Maastricht. Elmar hefur á sínum stutta ferli sungið og túlkað allnokkrar af persónum óperubókmenntanna.</p> <p>Má þar meðal annars nefna Tamino í Töfraflautunni, Don Ottavio í Don Giovanni, Ferrando í Cosí fan tutte, Alfred í Leðurblökunni, Elvino í La Sonnambula, Nerone í Krýningu Poppeu og Kúdrjás í Katja Kabanova eftir Janáček. Elmar hefur á síðustu árum komið víða fram í óperuhúsum og tónleikasölum í Evrópu og meðal næstu verkefna hans verður óperuhátíðin Festival d´Aix en Provence í Suður-Frakklandi þar sem hann mun syngja í Töfraflautu Mozarts, Leðurblakan eftir Strauss í Maastricht-óperunni og uppsetning á Katja Kabanova eftir Janáček í Toulon-óperunni í Frakklandi.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (17. mars 2016)</p>

Staðir

Söngskóli Sigurðar Demetz Tónlistarnemandi -2007
Konungleig tónlistarháskólinn í Hag Háskólanemi -2009

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016