Guðlaugur Sveinbjörnsson 09.09.1787-07.03.1874

Prestur. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra og síðar í Bessastaðaskóla en þótti taka svo litlum framförum að hann þótti ekki ekki hæfur til að taka stúdentspróf þaðan eftir 5 vetur en Geir Vídalín, biskup, veitti honum stúdentsprófsvottorð úr heimaskóla 1807. Vígðist aðstoðarprestur að Staðarkirkju á Snæfjöllum 16. júlí 1815, fékk Stað í Aðalvík 1817, fékk Staðarhraun 3. júní 1826, Hvamm í Norðurárdal 31. janúar 1848 og lét af prestskap vegna sjónleysis 1854. Hann var fjörmaður, gamansamur og drykkfelldur í meira lagi, heldur illa að sér og daufur kennimaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 119-20.

Staðir

Staður Aukaprestur 16.07.1815-1817
Staðarkirkja í Aðalvík Prestur 1817-1826
Hvammskirkja Prestur 31.04.1848-1854
Staðarhraunskirkja Prestur 03.06.1826-1848

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.08.2015