Sæunn Þorsteinsdóttir 16.04.1984-

<p>Sæunn byrjaði 5 ára gömul að læra á selló hjá Hauki Hannessyni við Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins. Þegar hún var 7 ára fluttist hún til Bandaríkjanna þar sem hún hefur búið að mestu síðan. Sæunn útskrifaðist frá Cleveland Institute of Music síðastliðið vor með BM gráðu og hlaut þar verðlaun sem framúrskarandi nemandi bæði í sellóleik og kammertónlist. Helstu kennarar hennar hafa verið Tanya Lesinsky Carey, Michel Strauss og Richard Aaron.</p> <p>Hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir leik sinn meðal annars í keppni Society of American Musicians í Chicago og Des Moines Young Artist keppninni þar sem hún fékk fátíð heiðursverðlaun og kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveitinni í Des Moines. Nýlega hlaut Sæunn fyrstu verðlaun í einleikarakeppni Cleveland Cello Society og einnig önnur verðlaun í Alþjóðlegri keppni fyrir einleiksselló í Katowice, Póllandi. Sæunn hefur komið fram á fjölda meistaranámskeiða meðal annars hjá Ralph Kirshbaum, Zara Nelsova og Lynn Harrell.  Einnig á tónlistarhátíðum og námskeiðum í Bandaríkjunum og Frakklandi, til dæmis með Itzhak Perlman á Perlman Chamber Music Workshop í New York og verið kynnt meðal efnilegustu tónlistarmanna af yngri kynnslóðinni í Bandaríkjunum í þættinum "From the Top" á National Public Radio. Hún er mjög virk í kammertónlist og hefur notið leiðsagnar meðal annarra Cavanis, Emersons, Takacs og Juilliard strengjakvartettanna, auk þess að hafa komið víða fram, til að mynda í útvarpi á WQXR New York og WCLV Cleveland. Frá haustinu 2006, stundar Sæunn masters nám við Juilliard skólann í New York hjá Joel Krosnick.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Sellóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.05.2018