Peter Tompkins ( Peter Richard Tompkins) 14.04.1966-

<p>Peter Tompkins óbóleikari fæddist á Englandi og lauk einleikaraprófi frá Royal College of Music og tónlistarkennaraprófi frá Royal Academy of Music í Lundúnum. Peter fluttist til Íslands árið 1988 og hefur síðan tekið virkan þátt í tónlistarflutningi hér á landi, bæði sem einleikari og flytjandi hljómsveitar-, óperu-, leiklistar-, kammer- og kirkjutónlistar. Hann hefur einnig komið fram á tónleikum víða erlendis, meðal annars í Evrópu og Bandaríkjunum.</p> <p>Peter hefur setið í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna, verið formaður Bach-sveitarinnar í Skálholti og hann er einn af stofnfélögum Íslenska saxófónkvartettsins. Árið 2000 var hann útnefndur heiðurslaunþegi menningarsjóðs Garðabæjar. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir á óbó og saxófón við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 13. júlí 2010.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarmaður og óbóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.10.2013