Gunnar Egilson (Gunnar Ólafur Þór Egilson) 13.06.1927-22.10.2011

<p><strong>Foreldrar:</strong> Gunnar Þorsteinsson Egilson, erindreki stjórnvalda á Spáni o.v., f. 9. júlí 1885 í Hafnarfirði, d. 14. ágúst 1927, og k. h. Guðrún Pétursdóttir Thorsteinsson Egilson, f. 5. jan. 1890 á Bíldudal, d. 22. des. 1961.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur; lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavik 1947 og Vermileya Acaderny of Music í Los Angeles, Bandaríkjunum 1948; sótti einkaríma hjá Frederick J. Thurston í London 1949, Bernhard Walton í London 1962 og John McClaw í London 1972.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var klarinettkennari við Tónlistarskólann í Reykjavik 1958-1984, Tónlistarskólann í Keflavík 1960-1962, Barnamúsíkskólann í Reykjavik 1958-1960, Tónlistarskóla Kópavogs 1962-1963, hjá Reykjavíkurborg 1958-1962, Tónlistarskóla Mosfellsbæjar 1997-1999, Tónlistarskóla Kópavogs frá 1999 og Nýja Tónlistarskólann frá 1996; lék í leikhúshljómsveit í Beverly Hills á námsárunum í Bandaríkjunum; var klarinettleikari (lausamaður) í Hljómsveit Reykjavíkur 1946-1949 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands, lausamaður 1950-1953 og fastráðinn 1953-1985; einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og lék karnmermúsík í útvarpi og sjónvarpi; lék með Lúðrasveit Reykjavíkur 1957-1960; var skrifstofustjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1985-1990 og tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1991-1992; var meðal stofnenda Musica Nova, og spilaði þar 1962-1968, og Kammersveitar Reykjavíkur þar sem hann spilaði 1974-1983.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 196-197. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1944-1947
Tónlistarskólinn í Reykjavík Klarínettuleikari 1958-1984
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Klarínettukennari 1960-1962
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Klarínettukennari 1958-1960
Tónlistarskóli Kópavogs Klarínettukennari 1962-1963
Listaskóli Mosfellsbæjar Klarínettukennari 1997-1999
Tónlistarskóli Kópavogs Klarínettukennari 1999-
Nýi tónlistarskólinn Klarínettukennari 1996-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Klarínettuleikari 1954-11 1947-08
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Klarínettuleikari 1948-02-05 1948-09
Hljómsveit Reykjavíkur Klarínettuleikari 1946 1949
Kammersveit Reykjavíkur Klarínettuleikari 1974 1983
Lúðrasveit Reykjavíkur Klarínettuleikari 1957 1960
Sinfóníuhljómsveit Íslands Klarínettuleikari 1950 1985

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.11.2015