Gunnar Reynir Sveinsson (Gunni Sveins) 28.07.1931-30.01.2008

<p>Gunnar Reynir var í hópi þekktustu tónskálda landsins og var upphafsmaður kammerdjasstónlistar hér á landi þar sem mætast straumar úr djassi og klassískri tónlist. Gunnar Reynir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1933 og nam tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Jóni Þórarinssyni á árunum 1955-1961. Hann stundaði síðan framhaldsnám við Tónlistarskólann í Amsterdam og Ríkisháskólann í Utrecht í Hollandi.</p> <p>Gunnar Reynir var afburða víbrafónleikari og lék m.a. með hinum heimsþekkta fiðluleikara Stephan Grappelli í Frakklandi á árum áður og var einn heiðursfélaga Jazzvakningar.</p> <p>Hann var einnig afkastamikið tónskáld og var mestur hluti verka hans einsöngslög, kórverk og orgelverk. Hann samdi einnig kammerverk, einleiksverk og tónlist með djassívafi, auk tónlistar við fjölmörg leikrit og kvikmyndir. Af verkum hans má nefna sönglagaflokkana Úr söngbók Garðars Hólm og Undanhald samkvæmt áætlun. Þá samdi hann kammerdjasstónverkið Samstæður sem flutt var á fyrstu Listahátíð í Reykjavík árið 1970.</p> <p align="right">Andlátsfregn. Morgunblaðið. 2. febrúar 2008, bls. 4.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
KK-sextett Víbrafónleikari 1954 1955
Orion-kvintett 1957-06/08 1957-11/12
Tríó Finns Eydal Slagverksleikari 1962

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.03.2015