Sigurður Norland 16.03.1885-27.05.1971

<p>Sr. Sigurður Norland, prestur í Hindisvík á Vatnsnesi, andaðist 25. maí 1971 í Reykjavík. Hann var fæddur 16. marz 1885 í Hindisvík og voru foreldrar hans Jóhannes Sigurðsson, bóndi, og kona hans Helga Björnsdóttir. Sigurður lauk stúdentsprófi 1907. Fór hann þá til Vesturheims, sér til frama og menningar og var hann eitt ár í þeirri ferð. Hann varð cand. theol 1911 og vígðist sem aðstoðarprestur í Vopnafirði 1911. Prestur að Tjörn á Vatnsnesi frá 1911 til 1919. Frá 1919—1923 prestur í Landeyjaþingum og 1923—1955 prestur áTjörn.</p> <p>Sr. Sigurður var ávallt bóndi í Hindisvík til dauðadags. Hann hafði oft stórt hrossabú og hrossakyn hans mjög rómað. Sr. Sigurður Norland var gáfumaður og fjölhæfur og vel látinn. Skáld gott, málamaður í nýjum og gömlum málum. Hann lauk B.A. prófi frá Háskóla íslands í grísku, er hann hafði látið af prestsskap. Hann var manna fyrirmannlegastur á sínum manndómsárum, svo eftir var tekið að ytri gjörfuleika og andans reisn. Hann gerðist efnamaður í löndum og lausum aurum. Hann var ókvæntur og barnlaus alla ævi. Um hann mátti segja, að meðal vorra Drottins þjóna ætti hann mikið af jarðneskum og himneskum auði. Hannvar jarðsettur á Tjörn að viðstöddu fjölmenni þann 5. júní 1971. — Guð blessi minningu hans.</p> <p>Pétur Þ. Ingjaldsson. (Minning, Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis, 4. árg. 4. tbl. 1975, bls. 70.)</p>

Staðir

Tjarnarkirkja Prestur 1912-1919
Krosskirkja Prestur 1919-1923
Tjarnarkirkja Prestur 1923-1955
Hofskirkja í Vopnafirði Aukaprestur 06.10. 1911-1911
Krosskirkja Prestur 23.07. 1919-1922

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

22 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Gekk ég upp á hólinn Sigurður Norland 6383
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Kúaþula: Ég skal dilla syni mínum Sigurður Norland 6384
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Samtal Sigurður Norland 6386
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Tafra gleypti tuttugu tarfa Sigurður Norland 6387
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Draum dreymdi mig Sigurður Norland 6389
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Hann rær og hann slær Sigurður Norland 6393
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Fönnin úr hlíðinni fór Sigurður Norland 6395
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF A, a, a, valete studia Sigurður Norland 6396
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Samtal um lagið við A, a, a, valete studia, lagið lærði hann heima Sigurður Norland 6397
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Þegar hún góa gengur inn Sigurður Norland og Ingibjörg Blöndal 6398
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Samtal um veitingar á fyrsta góu- og þorradag; spurt um þorra og góu Sigurður Norland 6399
24.06.1968 SÁM 89/1764 EF Þorri kaldur þeytir snjá Sigurður Norland 6400
24.06.1968 SÁM 89/1765 EF Mikil fylgjutrú var þegar heimildarmaður var að alast upp. Amma heimildarmanns var skyggn. Eitt sinn Sigurður Norland 6407
24.06.1968 SÁM 89/1765 EF Fólk trúði því að dýr gætu fylgt fólki. Sumum fylgdi þó bara ljós. Sigurður Norland 6408
24.06.1968 SÁM 89/1765 EF Maður sem var að fara á ís á milli Breiðafjarðareyja sá draug koma á eftir sér. Hann lét drjúpa úr Sigurður Norland 6409
24.06.1968 SÁM 89/1765 EF Heimildarmaður segir að mikið sé til af álagablettum. Hann segist þó ekki hafa heyrt um álög á Þórsá Sigurður Norland 6410
25.06.1968 SÁM 89/1765 EF Álagablettir. Á laugardegi fyrir réttir voru menn að slá og þeim kom ekki saman hvort að þeir ættu a Sigurður Norland 6411
25.06.1968 SÁM 89/1765 EF Dreng einn dreymdi eitt sinn að til sín kæmi gömul kona og var hún með tík með sér. Hún hljóp í skep Sigurður Norland 6412
25.06.1968 SÁM 89/1765 EF Heimildarmaður segir að lítið hafi verið um landaþrætamál þar sem að landamerki voru mjög skýr. Hins Sigurður Norland 6413
25.06.1968 SÁM 89/1765 EF Valborg og Valborgarbylur. Valborg var eitthvað veik á geði og sást oft til hennar fara um flóann. E Sigurður Norland 6414
25.06.1968 SÁM 89/1765 EF Formannavísur: Þessi leiða línum á Sigurður Norland 6415
25.06.1968 SÁM 89/1765 EF Hvítabjarnargjá, þar fórust um 20 manns. Einn maður um borð í skipi sagði mönnunum að vara sig á Hví Sigurður Norland 6416

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018