Erna Vala Arnardóttir 24.08.1995-

Erna Vala hóf píanónám sjö ára gömul í einkakennslu hjá Ásrúnu Ingu Kondrup. Árið 2006 byrjaði hún í Nýja Tónlistarskólanum þar sem hún lærði hjá Arndísi Björk Ásgeirsdóttur, Jóni Sigurðssyni og Vilhelmínu Ólafsdóttur og lauk framhaldsprófi þaðan vorið 2013. Sama haust hóf hún diplómanám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Peters Máté en er nú á öðru ári í bakkalárnámi þar. Hún hefur auk þess hlotið leiðsögn hjá Nínu Margréti Grímsdóttur, Víkingi Heiðari Ólafssyni, Megumi Masaki, Poul Roberts, Charles Owen og fleirum. Erna Vala hefur hlotið verðlaunasæti í EPTA- keppninni á Íslandi og auk þess tekið þátt í námskeiðum og masterklössum í Belgíu, Ítalíu og Frakklandi.

Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands - Ungir einleikarar 15. janúar 2015

Staðir

Nýi tónlistarskólinn Tónlistarnemandi 2006-2013
Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2013-

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, píanóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.08.2015