Friðrik J. Rafnar (Friðrik Jónasson Rafnar) 14.02.1891-21.03.1959

<p>Prestur. Stúdent í Reykjavík 1912, cand. theol. frá HÍ 18. júní 1915. Verslunarnám við Leith Academy 1906-08. Var við verslunarstörf í Leith 1905-08 og við skrifstofustörf í Reykjavík 1915-16. Settur sóknarprestur að Útskálum 31. maí 1916, skipaður 3. janúar 1917 frá fardögum. Veitt Akureyri 23. nóvember 1917. Vígslubiskup í Hólastifti hinu forna 5. júlí 1937. Prófastur í Eyjafirði 10. janúar 1941. Lausn frá prests- og prófastsembættum 1954 en hélt vígslubiskupsembættinu til dauðadags. Skrifaði fjölda rita um alls kyns efni, aðallega trúartengd.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 115-17</p>

Staðir

Útskálakirkja Prestur 31.05. 1916-1927
Akureyrarkirkja Prestur 23.11. 1927-1954

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.01.2019