Emilía Rós Sigfúsdóttir 20.08.1982-

Emilía Rós Sigfúsdóttir lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003 þar sem hún lærði hjá Bernharði Wilkinson og Hallfríði Ólafsdóttur. Hún stundaði framhaldsnám við Trinity College of Music í London og lauk þaðan Postgraduate Diploma gráðu 2004 með hæstu einkunn. Frá 2006 hefur hún verið við meistaranám hjá Susan Milan við Royal College of Music í London og mun útskrifast í júlí í ár. Hún hefur tekið þátt í flautunámskeiðum hjá Jeanne Baxtresser, William Bennett, Robert Dick, Paul Edmund-Davies, Sir James Galway, Áshildi Haraldsdóttur, Peter Lloyd, Lorna McGhee, Jaime Martin og Manuelu Wiesler.

Emilía Rós hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Trinity College of Music og Orquestra Sinfonica Nacional í Brasilíu og leikið fjölmarga einleikstónleika á Íslandi, Bretlandi, Kanada og Möltu. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir leik sinn, meðal annars þriðju verðlaun í einleikarakeppni Trinity College of Music 2004 og árið 2007 hlaut hún flautuverðlaunin og einnig kammertónlistarverðlaunin sem veitt eru árlega í Royal College of Music.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 7. júlí 2009.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Elektra Ensemble Flautuleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.09.2016