Helgi Hálfdanarson 19.08.1826-02.01.1894

<p>Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 24. júlí 1848. Lauk I og II lærdómsprófi og prófi í kirkjufeðrasögu áður en hann lauk cand. theolprófi frá Hafnarháskóla 25. janúar 1854. Veitt Kjalarnesþing 7. apríl 1855 og vígður 10. júní sama ár. Forstöðumaður Prestaskólans frá 28. ágúst 1885 og gegndi því til æviloka. Hann sat á Alþingi 1863 sem þjóðkjörínn (vara) þingmaður fyrir Gullbringusýslu og á þing­unum 1865, 1867 og 1869 sem þingmaður Vestmanneyinga. Hann var formaður nefnd­ar þeirrar, er sett var 1878 til að endurskoða hina íslensku sálmabók.  Eftir hann er prentað: Sálmasafn (þýtt) Rvík 1873, Þjóðhátíðarsálmar Rvík 1874, Barnalærdómsbók (9. prentun Kh. 1902), Stutt lýsing Mormónavillunnar Rvík 1881, Minning Lúters Rvík 1883 og Almenn kirkjusaga I. B. 1.-2 hepti Rvík 1883 og 1885, (síðustu arkir 1. bindis prentaðar 1896), þar að auki ýmsar tækifærisræður og nokkrar grafskriftir. í hinni nýju sálmabók (Rvík 1886) eru meir en 200 sálmar, frumkveðnir og þýddir af honum. 1896 gaf Jón prestaskólakennari, sonur hans, út Kristilega siðfræði eftir hann.</p> <p>Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 451-52 </p>

Staðir

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Prestur 07.04. 1855-1858
Garðakirkja Prestur 15.04. 1858-1867
Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi Prestur 07.04. 1855-1858

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Alþingismaður , kennari og prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.11.2018