Lárus Halldórsson 10.10.1920-15.02.2011

<p>Prestur. Stúdent í Reykjavík 1941 og lauk Cand. theol prófi frá Háskóla Íslands 1945. Kynnti sér sjómannatrúboð á Norðurlöndum 1949. Þjónaði í Flatey á Breiðafirði með aukaþjónustu á Brjánslæk frá 1945-1955. Árið 1955 nam Lárus sálgæslustörf í sjúkrahúsum í Noregi og Danmörku. Hann var ráðinn farprestur þjóðkirkjunnar árið 1957 og starfaði hann m.a. á Húsavík og Selfossi, ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum fyrir kirkjuna. Einnig sáu Lárus og Nanna, kona hans, um sumarbúðir þjóðkirkjunnar á Kleppjárnsreykjum og Löngumýri nokkur sumur. Samhliða prestsstörfum sinnti Lárus einnig kennslu um árabil. Sr. Lárus var fyrsti prestur í Breiðholtshverfum Reykjavíkur og þjónaði þar frá 1972-1986. Eftir að Lárus lét af störfum sem sóknarprestur leysti hann af sem prestur víða um land, m.a. á Akureyri, Bolungarvík og Seyðisfirði..</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 274-75</p>

Staðir

Flateyjarkirkja Prestur 11.10. 1945-1956
Breiðholtskirkja Prestur 07.06. 1972-1986

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.06.2015