Sigurður Guðmundsson 25.07.1876-12.02.1940

Prestur. Stúdent 1899 frá Reykjavíkurskóla. Lauk prófi í heimspeki við Hafnarháskóla árið 1900, þar lagði hann og stund á lögfræði. Kom til landsins 1903 og lauk Prestaskólanum 1906. Hann vígðist sem aðstoðarprestur til Ólafsvíkur 23. september 1906, fékk Þóroddsstað í Kinn 27. nóvember 1908 og bjó á Vatnsenda. Fékk þar lausn frá prestskap 1919 og gerðist ritari verslunarráðs til æviloka.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 223.

Staðir

Ólafsvíkurkirkja Aukaprestur 23.09. 1906-1908
Þóroddsstaðakirkja Prestur 27.11. 1908-1919

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018