Pétur Jónasson (Pétur frá Syðri-Brekkum) 19.10.1887-29.11.1977

Pétur fæddist á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð og foreldrar hans voru Jónas Jónsson, fæddur 1856, frá Minni í Akragerði í Blönduhlíð og Pálína Björnsdóttir, fædd 1866, frá Hofstöðum í Skagafirði. Pétur var elstur sex systkina. Pétur giftist Maríu Karólínu Magnúsdóttur, fædd 1909 frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi, árið 1942 en þau eignuðust eina dóttur. Pétur vann landbúnaðarstörf fyrri hluta ævi sinnar, þá sem vinnumaður eða ráðsmaður á ýmsum bæjum í Skagafirði, m.a. á Reykjum á Reykjaströnd en hann fluttist til Sauðárkróks árið 1930. Þar vann hann við ýmis störf og var um tíma í stjórn Verkamannafélagsins. Árin 1943-1947 var Pétur hreppstjóri á Sauðárkróki ásamt því að gegna mörgum trúnaðarstörfum líkt og skattanefnd, fasteignamat o.fl. Pétur var einnig hagmæltur og eftir hann eru þó nokkuð magn af vísum, þá sérstaklega hestavísur en hestamennskan var aðal áhugamálið hans. Hann hafði einnig áhuga á fínsmíði og smíðaði og skar út aska og smjöröskjur. Þau hjónin bjuggu saman á Suðurgötu í Skagafirði þar til Pétur lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga 29. nóvember 1977. <p>Sjá Skagfirskar æviskrár 1910-1950 VI, 256-259</p>

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

54 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
09.09.1975 SÁM 93/3768 EF Segir frá foreldrum sínum, Jónas var góður smiður eða snikkari og Pálína var ljósmóðir Pétur Jónasson 41229
09.09.1975 SÁM 93/3768 EF Segir frá starfi móður sinnar, en hún tók fólki blóð eða koppsetti, eins og Pétur kallar það, aðalle Pétur Jónasson 41230
09.09.1975 Um leiki í barnæsku: mest með leggi og horn, og um glímur fullorðinna manna Pétur Jónasson 41231
09.09.1975 SÁM 93/3768 EF Um skemmtanir, böll þar sem dansaðir voru gömlu dansarnir við harmonikkuundirleik, dansað í skála á Pétur Jónasson 41232
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Sagt frá kvöldvökunni: á Hofsstöðum var fjöldi fólks og allir sátu við vinnu á kvöldin, þar var ofið Pétur Jónasson 41233
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Um rímnakveðskap Péturs sjálfs og hann kveður tvær vísur úr mansöng í rímum Jón Gottskálkssonar Pétur Jónasson 41234
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Ætlar að að fara með vísu úr Númarímum, en kveður aftur sömu vísu og áður Pétur Jónasson 41235
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Númarímur: Hreiðrum ganga fuglar frá; spjall á eftir Pétur Jónasson 41236
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Snýr sér aftur að því að segja frá tóvinnunni, sat sjálfur við að vefa; spurt nánar út í kveðskapinn Pétur Jónasson 41237
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Spurt um þulur, móðir Péturs fór með þulur, en hann er búinn að gleyma þeim; foreldrar hans sögðu sö Pétur Jónasson 41238
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Farið með Komdu kisa mín; sem hann hefur farið með fyrir barnabörnin og heldur að hann hafi lært af Pétur Jónasson 41239
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Spurt um tvísöng, en hann var ekki algengur; nefndir ýmsir söngmenn og kvæðamenn, synir Sveins Gunna Pétur Jónasson 41240
09.09.1975 SÁM 93/3769 EF Engir álagablettir sem Pétur veit um í Blönduhlíð, en einn er á Hofi á Höfðaströnd, tvær sagnir af h Pétur Jónasson 41241
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Rætt um hvenær kvöldvökur lögðust af, sagt frá húslestrum á Reykjum á Reykjaströnd, þar voru passíus Pétur Jónasson 41242
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Spurt um álagebletti og Pétur veit um einn í Glæsibæ en hefur ekki sögur af honum Pétur Jónasson 41243
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Bróðir heimildarmanns sá huldukonu með kýr og gat lýst því vel; konan var bláklædd Pétur Jónasson 41244
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Minnst á Skottu og Þorgeirsbola, Björn afi Péturs sá Þorgeirsbola, hann fylgdi ákveðinni ætt lengi; Pétur Jónasson 41245
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Ákveðnir dagar þar sem tekið var mark af veðri; kyndilmessa, Pálsmessa, höfuðdagur, Ægidíusarmessa; Pétur Jónasson 41246
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Um Miklabæjar-Solveigur og hvarf séra Odds Pétur Jónasson 41247
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Spurt um fjósbaðstofur, en þær voru ekki til í nágrenninu; hús í Refasveit sem byggt var með fjósið Pétur Jónasson 41248
09.09.1975 SÁM 93/3770 EF Rætt um það að borða hrossakjöt eða ekki; um að gefa kindum hrossakjöt Pétur Jónasson 41249
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Spurt um beinabruðning sem Pétur hefur heyrt um en veit ekki hvað er nákvæmlega Pétur Jónasson 41250
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Pétur lýsir því hvað felst í því að ríða með uppgert tagl og að ríða sneyptir Pétur Jónasson 41251
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Að þvo sér um hendur með hlandi, einnig þvottur á nærfötum og hári Pétur Jónasson 41252
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Um að járna naut sem voru leidd á milli bæja, lýsing á nautajárnum Pétur Jónasson 41253
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Aðeins minnst á Símon Dalaskáld, hann orti um móður Péturs en hann man ekki vísurnar Pétur Jónasson 41254
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Um yrkingar Péturs; hann fer með vísur til sólarinnar: Veikri fjólu veitir mátt; og vísur um Tindast Pétur Jónasson 41255
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Um Tröllagreiðu á Tindastól og um Álftavatn sem óskasteinar eiga að hoppa upp úr á Jónsmessunótt Pétur Jónasson 41256
10.09.1875 SÁM 93/3779 EF Pétur fjallar um bréf sem Jóhann Magnússon hafi afritað fyrir Pétur en ekki er vitað hvaða bréf er u Pétur Jónasson 44273
10.09.1975 SÁM 93/3779 EF Pétur segir frá tveimur ljóðabréfum sem hann orti en ætlun hans er að flytja eitt þeirra sem er gama Pétur Jónasson 44274
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Pétur flytur ljóðabréf sem hann orti fyrir Kristínu vinkonu sína árið 1924, er hún var nýgift: Sæl o Pétur Jónasson 44275
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Kvæði sem Pétur orti að gamni sínu fyrir vin sinn Guðmund í Ási árið 1925: Komdu sæll, minn kæri Pétur Jónasson 44276
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Pétur segir frá kvæðamönnum á árum áður og fer svo með kaffivísu sem hann orti en honum þykir kaffið Pétur Jónasson 44277
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Pétur flytur síðustu vísur sem hann orti þegar hann var á spítala. Önnur er um heimilið hans og hin Pétur Jónasson 44278
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Pétur flytur nokkrar vísur fyrir spyril sem hann orti um tamningarstöð veturinn 1975. Ein þeirra fja Pétur Jónasson 44279
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Pétur fer með vísu sem hann lærði um spilin en hann man ekki eftir hvern hún er: Fylkir, póstur, fja Pétur Jónasson 44280
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF <p>Pétur segir frá tímabili því þegar hann samdi sem mest af kvæðum en hann orti fyrir fólk sér til Pétur Jónasson 44281
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Pétur segir frá álfatrú í Hegranesi en hann hafði dvalið á Ási í nokkur ár. Hann breytir svo fljótt Pétur Jónasson 44282
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Spyrill athugar með hvort Pétur hafi heyrt af álfatrú í Hegranesi en Pétur segist aldrei hafa trúað Pétur Jónasson 44283
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Pétur er spurður um sjósókn og hvort hann hafi unnið á sjó og Pétur neitar því í fyrstu vegna sjóvei Pétur Jónasson 44284
10.09.1975 SÁM 93/3780 EF Spyrill spyr Pétur hvort menn hafi þvegið sér upp úr hlandi. Pétur játar því og segist hafa séð menn Pétur Jónasson 44285
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Spyrill athugar hvort hrossakjöt hafi ekki verið neytt á heimilum á Dýrfinnustöðum en það var ekki m Pétur Jónasson 44286
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Pétur segir frá þegar ísastör var slegin á Brekku og á Hjaltastöðum þegar fólkið fór á hrossamarkaði Pétur Jónasson 44287
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Pétur lýsir því hvernig útbúnað fólk notaði við að festa ísasleða við hesta á fyrrihluta 20. aldar á Pétur Jónasson 44288
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Pétur lýsir atviki þegar hann ásamt fólkinu á Syðri-Brekku og öðrum nálægum bæjum voru veðurteppt ve Pétur Jónasson 44289
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Pétur lýsir hvernig Drangeyjarfugl var keyptur frekar en veiddur af fólkinu á bænum á hverju vori. H Pétur Jónasson 44290
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Pétur lýsir hvernig fólk varðveitti taglhár eða hrosshár og bjuggu til snörur. Pétur Jónasson 44291
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Spurt er um fjósbaðstofur en Pétur vill ekki ræða um það þar sem hann sagði frá því kvöldið áður en Pétur Jónasson 44292
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Sagt er frá fráfærum, hvernig þær fóru fram og hvenær þær lögðust niður á Syðri-Brekkum, Blönduhlíð Pétur Jónasson 44293
10.09.1975 SÁM 93/3781 EF Spurt um Coghill hesta- og fjárkaupmann og sögð sögn af honum ásamt því hvernig sauðasalan fór fram Pétur Jónasson 44294
10.09.1975 SÁM 93/3782 EF Haldið áfram að ræða um hesta- og fjárkaupmanninn Coghill og hvort hann bölvaði, ásamt kvennafari ha Pétur Jónasson 44295
10.09.1975 SÁM 93/3782 EF Sagt frá fólki sem hafði í seli, meðal annars Sigurði í Kjarnadal og bróður hans ásamt Sigríði systu Pétur Jónasson 44296
10.09.1975 SÁM 93/3782 EF Spyrill athugar með hvað taldist vera góð mjólkurær og hvað hún þurfti að mjólka mikið til að teljas Pétur Jónasson 44297
10.09.1975 SÁM 93/3782 EF Pétur segir nánar frá útskurði og smíðum sínum en hann lærði það af sjálfum sér. Hann hefur stundað Pétur Jónasson 44298

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 19.12.2018