Jóhannes Arason 15.03.1920-26.09.2010
<p>... Jóhannes ólst upp á Ytra-Lóni til tíu ára aldurs þegar fjölskyldan fluttist til Þórshafnar. Árið 1935 tók Ása móðir hans sig upp með börnin og flutti til Reykjavíkur. Frá árinu 1942 hefur Jóhannes átt heima á Þórsgötu 25, fyrst með móður sinni og systkinum og síðan með eiginkonu og börnum.</p>
<p>Jóhannes lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1937 og stundaði verslunar- og skrifstofustörf til 1961. Árið 1956 gerðist hann þulur hjá Ríkisútvarpinu og gegndi því starfi til 1987. Frá 1970 stundaði hann prófgæslustörf við Háskóla Íslands um árabil. Jóhannes starfaði að félagsmálum berklasjúklinga. Hann var mikill útivistar- og veiðimaður. Hann unni tónlist mjög og söng í kórum, m.a. Útvarpskórnum og Söngsveitinni Fílharmóníu...</p>
<p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 6. október 2010, bls. 20</p>
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Söngsveitin Fílharmónía | Kórsöngvari | ||
Útvarpskórinn | Kórsöngvari |
Tengt efni á öðrum vefjum
- Andlátsfregn. Dagblaðið Vísir - DV. 8. október 2010, bls. 40
- Minningar. Morgunblaðið. 6. október 2010, bls. 20
- Stærsta tónlistarverk leikið hefur verið á landi hér. Vísir. 12. desember 1939, bls. 2
- Tók þátt í fyrstu upp færslunni á Sköpuninni íSteindórsskálanum 1939. Dagblaðið. 12. febrúar 1979, bls. 16
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.10.2020