Steinunn Soffía Skjenstad 21.03.1983-

Steinunn Soffía Skjenstad mun ljúka mastersgráðu í söng frá Síbelíusar-akademíunni í Helsinki í sumar en hefur stundað tónlistarnám frá því hún hóf að læra á fiðlu 6 ára gömul. Hún stundaði söngnám við Listaháskóla Íslands hjá Elísabetu Erlingsdóttur, en hefur einnig sótt námskeið m.a. hjá Udo Reinemann, Elly Ameling og Julius Drake. Kórstarf var Steinunni mikilvægt tónlistaruppeldi og hefur hún sungið með Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánssonar og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Steinunn fór með hlutverk Fiordiligi í Così fan tutte eftir W.A. Mozart í Óperustúdíói Íslensku Óperunnar vorið 2008 en hún hefur einnig sungið hlutverk Miss Wordsworth í Albert Herring eftir B. Britten, Elisettu í Il matrimonio segreto eftir D. Cimarosa og Czipru í Sígaunabaróninum eftir J. Strauss.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 22. júlí 2008.


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.10.2013