María Ammendrup (María Magnúsdóttir Ammendrup, Marsý) 14.06.1927-28.08.2010

<p>María, sem flestir kölluðu Marsý, fæddist í Vestmannaeyjum en fluttist barnung í Skerjafjörðinn í Reykjavík. Fjölskyldan bjó nokkur ár í Ölfusinu, fyrst á nýbýlinu Bræðrabóli og síðan á Þórustöðum. Þau fluttu síðan aftur í Skerjafjörðinn þar sem foreldrar hennar bjuggu alla tíð síðan.</p> <p>María hafði góða tónlistarhæfileika og var þrjá vetur í Tónlistarskólanum í Reykjavík auk þess sem hún lærði á gítar hjá Sigurði Briem í nokkur ár. Hún spilaði með Mandólínhljómsveit Reykjavíkur og MAJ-tríóinu á árunum 1946-1950. María og Tage [<a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1004581">Tage Ammendrup</a>, eiginmaður Maríu] héldu heimili með foreldrum Tage og ráku þau saman hljóðfæra-, plötu- og leðurvöruverslunina Drangey á Laugavegi 58. Tage starfrækti plötuútgáfuna Íslenska tóna frá 1947-1964 og tók María virkan þátt í því frumkvöðlastarfi. Þegar Tage hóf störf hjá Sjónvarpinu við upphaf þess 1965 tók hún við rekstri Drangeyjar 1965 með tengdamóður sinni og rak verslunina alfarið eftir lát hennar, allt til ársins 1995 þegar verslunin var seld.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 3. september 2010, bls. 28</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Mandólínhljómsveit Reykjavíkur

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.05.2021