Sigurður Ögmundsson 31.07.1767-10.09.1834

Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldri 1789 með ágætum vitnisburði. Vígðist sem aðstoðarprestur föður síns að Gaularási og fékk prestakallið eftir hann 9. mars 1799. Fékk Reynisþing 14. apríl 1802, fékk Ólafsvelli 27. desember 1823 og þar varð hann bráðkvaddur við drykkju. Gáfumaður mikill og vel að sér en mjög drykkfelldur og þá svakafenginn, geysimikill vexti og mikilhæfur á marga lund.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 278.

Staðir

Krosskirkja Aukaprestur 1798-1799
Krosskirkja Prestur 09.03.1799-1802
Reyniskirkja Prestur 14.04.1802-1823
Ólafsvallakirkja Prestur 27.12.1823-1834

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.01.2014