Ásgeir Beinteinsson 30.09.1929-05.04.1992

Það er reisulegt húsið við Hverfisgötu 11 í Hafnarfirði sem Beinteinn Bjarnason útgerðarmaður reisti nýstofnaðri fjölskyldu sinni árið 1930, nýgift hann og Þórunn Sigríður Ágústsdóttir Flyering. Þau eignuðust þrjú börn; Ásgeir, Bjarna og Þórunni. Heimilið ilmaði af tónlist hvern dag en móðirin hafði lært píanóleik í Kaupmannahöfn og starfaði meðal annars við að leika á píanóið undir þöglum kvikmyndum í Hafnarfirði auk þess að kenna píanóleik. Hún dró sig þó í hlé frá þeim störfum er hún gifti sig, sem var svo algengt hjá konum er þær gengur í hljónaband.

Öll fengu þau að læra á píanó, en svo fór þó, eins og dóttirin Þórunn lýsti í samtalið við undirritaðann, að orð Ingibjargar Benediktsdóttur píanókennara segja allt sem segja þarf: „Mikið er yndislegt að kenna bróður þínum að spila“. Þórunn og Bjarni völdu sér annan vettvang í lífinu en tónlistina... [Meira]

Úr greinin sem fylgdi geisladisk með píanóleik Ásgeirs sem út kom 2013.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Píanókennari 1957-
Tónlistarskólinn á Akranesi Píanókennari 1970-

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari, píanóleikari og tónlistarmaður

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014