Guðný Stefánsdóttir Richter 29.01.1907-14.01.1993

Guðný Stefánsdóttir Richter fæddist í Reykjavík 29 1. 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Sæmundsdóttir, frá Brekkubæ í Garði, og Stefán Guðnason, skósmiður og lengi verkstjóri hjá Gatnamálastjóra Reykjavíkur. Stefán var meðal stofnenda og lék í Lúðrasveitinni Hörpu og síðar með Lúðrasveit Reykjavíkur en þau hjónin eignuðust níu börn.

Unnusti Guðnýjar um skeið var Gunnar Georg Kaaber og eignuðust þau dótturina Ásdísi Erlu, fyrrv. verslunarmann og eru afkomendur hennar yfir 80 talsins.

Guðný giftist síðar, árið 1930, Reinhold Richter, sölumanni og þekktum gamanvísnasöngvara sem lést 1966. Þau bjuggu lengst af á Grettisgötu 42b og hún síðar að Óð- insgötu 8. Sonur Guðnýjar og Rein- holds er Emil Samúel og eignaðist hann 11 börn.

Guðný ólst upp í Reykjavík og var þar búsett alla tíð. Hún stundaði nám í píanónleik hjá Ásu Mark- úsdóttur og lærði á selló hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi. Hún var virk í stúkustarfi með ungtemplurum í Reykjavík og síðar góðtemplurum. Á þeim vettvangi steíg hún fyrstu sporin á hljómlistarbrautinni.

Guðný lék undir söng og dansi á skemmtunum góðtemplara á sínum yngri árum. Hún lék síðar í nokkur ár í danshljómsveitum með þekktum hljómlistarmönnum og var meðal fystu kvenna hér á landi til að leika opinberlega fyrir dansi.

Auk þess lék Guðný töluvert á kvikmyndasýningum á tímum þöglu myndanna, lék undir dansi hjá Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur um árabil og var píanóleikari við Ballettskóla Þjóðleikhússins á árunum 1952-81. Hún samdi auk þess sönglög og lög við gamanvísur.

Samhliða tónlistarstörfunum starfaði Guðný lengi við sælgætis- og efnagerðina Víking, m.a. við handskreytingu páskaeggja, enda afar listræn og handlagin. Hún hætti störfum 1981 en í tómstundum sín- um málaði hún töluvert um langt árabil.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 29. janúar 2015, bls. 35.


Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.01.2015