Guðný Stefánsdóttir Richter 29.01.1907-14.01.1993

<p>Guðný Stefánsdóttir Richter fæddist í Reykjavík 29 1. 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Sæmundsdóttir, frá Brekkubæ í Garði, og Stefán Guðnason, skósmiður og lengi verkstjóri hjá Gatnamálastjóra Reykjavíkur. Stefán var meðal stofnenda og lék í Lúðrasveitinni Hörpu og síðar með Lúðrasveit Reykjavíkur en þau hjónin eignuðust níu börn.</p> <p>Unnusti Guðnýjar um skeið var Gunnar Georg Kaaber og eignuðust þau dótturina Ásdísi Erlu, fyrrv. verslunarmann og eru afkomendur hennar yfir 80 talsins.</p> <p>Guðný giftist síðar, árið 1930, Reinhold Richter, sölumanni og þekktum gamanvísnasöngvara sem lést 1966. Þau bjuggu lengst af á Grettisgötu 42b og hún síðar að Óð- insgötu 8. Sonur Guðnýjar og Rein- holds er Emil Samúel og eignaðist hann 11 börn.</p> <p>Guðný ólst upp í Reykjavík og var þar búsett alla tíð. Hún stundaði nám í píanónleik hjá Ásu Mark- úsdóttur og lærði á selló hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi. Hún var virk í stúkustarfi með ungtemplurum í Reykjavík og síðar góðtemplurum. Á þeim vettvangi steíg hún fyrstu sporin á hljómlistarbrautinni.</p> <p>Guðný lék undir söng og dansi á skemmtunum góðtemplara á sínum yngri árum. Hún lék síðar í nokkur ár í danshljómsveitum með þekktum hljómlistarmönnum og var meðal fystu kvenna hér á landi til að leika opinberlega fyrir dansi.</p> <p>Auk þess lék Guðný töluvert á kvikmyndasýningum á tímum þöglu myndanna, lék undir dansi hjá Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur um árabil og var píanóleikari við Ballettskóla Þjóðleikhússins á árunum 1952-81. Hún samdi auk þess sönglög og lög við gamanvísur.</p> <p>Samhliða tónlistarstörfunum starfaði Guðný lengi við sælgætis- og efnagerðina Víking, m.a. við handskreytingu páskaeggja, enda afar listræn og handlagin. Hún hætti störfum 1981 en í tómstundum sín- um málaði hún töluvert um langt árabil.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 29. janúar 2015, bls. 35.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.01.2015