Einar Árnason 1740 um-30.03.1822

Prestur. Stúdent 1764 frá Hólaskóla , var heimiliskennari á Möðruvöllum í Hörgárdal um tveggja ára skeið þar til hann fékk Nes 5. október 1767. Hann fékk Sauðanes 3. mars 1784 og hélt til 1812 en dvaldi þar til æviloka og andaðist þar. Hann var vel að sér , göfuglyndur og höfðingi í raun enda vel látinn. Hugsaði sérstaklega vel um æðarvarpið og fékk verðlaun úr konungssjóði 1789.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 336-37.

Staðir

Neskirkja Prestur 05.10.1767-1784
Sauðaneskirkja Prestur 03.03.1784-1812

Kennari og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.10.2017