Skírnir Garðarsson 13.11.1950-

<p>Prestur. Stúdent frá Laugarvatni 13. júní 1971 og varð cand. theol. &nbsp;31. maí 1976 frá HÍ. Var uppeldisfulltrúi við Upptökuheimili ríkisins í Kópavogi árið 1974-75. Settur sóknarprestur í Hjarðarholtsprestakalli frá 15. júní 1976. Lét af starfi þar 1979 en leysti af í sama prestakalli frá fardögum 2002 til sama tíma næsta árs. Fékk Odda 1. september 2003 og var þar til 1. júní 2004, fékk þá Fellsmúlaprestakall frá 1. september 2004 sem hann hélt til 1. júní 2005. Fékk Breiðabólstaðarprestakall í Fljótshlíð 1. september 2005 og hélt til 1. júní 2006. Fékk Hólsprestakall í Bolungarvík, ásamt Hornströndum, 1. september 2006 til 1. júní 2007, fékk Reykhólaprestakall, ásamt Staðarhóli í Dölum, 1. júní 2007 til 31. des sama árs. Fékk Saurbæjarprestakall í Hvalfirði 1. janúar 2008 og var þar allt það ár er hann fékk Mosfellsprestakall í Mosfellsbæ 1. janúar 2009.</p> <p align="right">Heimild: Skírnir Garðarsson - tölvupóstur</p>

Staðir

Hjarðarholtskirkja Prestur 01.07. 1976-1979
Hjarðarholtskirkja Prestur 01.05. 2002-2003
Oddakirkja Prestur 01.09. 2003-2004
Fellsmúlakirkja Prestur 01.09. 2004-01.06. 2005
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 01.09. 2005-01.06. 2006
Hólskirkja Prestur 012.09. 2006-01.06. 2007
Reykhólakirkja Prestur 01.06. 2007-31.12. 2007
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 01.01. 2008-31.12. 2008
Mosfellskirkja Prestur 01.01. 2009-
Hvammskirkja í Dölum Prestur 01.07. 1976-1979
Hvammskirkja í Dölum Prestur 01.05.2002-2003

Prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.01.2019